Djúpivogur
A A

Viðbygging við grunnskólann formlega tekin í notkun

Viðbygging við grunnskólann formlega tekin í notkun
Cittaslow

Viðbygging við grunnskólann formlega tekin í notkun

Ólafur Björnsson skrifaði 17.08.2020 - 14:08

Í dag var ný viðbygging við grunnskólann tekin formlega í notkun. Með því er tekið mikilvægt og löngu tímabært skref með það að markmiði að bæta vinnuaðstöðu nemenda og kennara.

Viðbyggingin er rúmlega 150 fermetrar og skiptist í fjölnotarými annars vegar og aðstöðu fyrir tæknimennt hinsvegar. Einnig var bætt við salernum auk þess sem nýju loftræstikerfi var komið fyrir í nýju byggingunni og hluta af eldra húsnæðinu. Af þessu tilefni var iðnaðarmönnum sem starfað hafa að verkefninu, auk formanns fræðslu- og tómstundanefndar boðið til kaffisamsætis með starfsfólki. Í máli sveitarstjóra og skólastjóra sem tóku til máls við athöfnina kom fram mikil ánægja með allt samstarf meðan á framkæmdunum stóð og var iðnaðarmönnunum þakkað sérstaklega með lófataki. Í máli sveitarstjóra kom einnig fram að nauðsynlegt væri að hefja fljótlega undirbúning að frekari viðbyggingu enda hefur nemendum skólans fjölgað mikið undanfarin ár.

Myndir frá deginum í dag má sjá með því að smella hér.

Sveitarstjóri