Djúpavogshreppur
A A

Viðburðadagatal Djúpavogshrepps

Viðburðadagatal Djúpavogshrepps

Viðburðadagatal Djúpavogshrepps

skrifaði 30.06.2017 - 09:06

Viðburðadagatalið á heimasíðu Djúpavogshrepps var virkjað að nýju í sumar.

Einstaklingar, fyrirtæki og félög eru hvött til að nýta sér það. 

 

Það er einstaklega gott að geta skoðað það þegar verið er að skipuleggja hina ýmsu viðburði í samfélaginu (spurningakeppni, bingó, íþróttamót, tónleika... eða bara hvað sem er). Þetta er ekki stórt samfélag en hér er margt í gangi og best ef viðburðir stangast ekki á. Dagatalið er fínasta hjálpartæki til þess arna!

 

Dagatalið er neðst, hægra megin á heimasíðunni (sjá þessa fínu mynd hér að neðan). Blálitaðir dagar eru dagar með viðburði. Ef músarbendillinn er staðsettur yfir deginum kemur upp hvaða viðburður er þann dag og ef smellt er á daginn koma upp nánanir upplýsingar um viðburðinn. Heiti þessara viðburða renna einnig yfir skjáinn þarna efsta á síðunni og eru góð áminning.

 

 

Endilega verið dugleg að sendið tölvupóst á annað hvort netfangið hér að neðan til að fá settan inn viðburð í sveitarfélaginu:

oli@djupivogur.is

erla@djupivogur.is