Djúpivogur
A A

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps vegna Covid-19

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps vegna Covid-19

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps vegna Covid-19

Ólafur Björnsson skrifaði 16.03.2020 - 15:03

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps við heimsfaraldri inflúensu hefur nú verið virkjuð. Viðbragðsáætlunin þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sveitarfélagsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi íbúa og starfsmanna og lágmarka áhrif inflúensufaraldursins á rekstur sveitarfélagsins. Ekki er um endanleg fyrirmæli að ræða og mega íbúar eiga von á að þeim verði breytt með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni reynist þess þörf.

Á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is eru upplýsingar um viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni uppfærðar jöfnum höndum. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út og helstu einkenni hennar og hvernig draga má úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum.

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps við heimsfaraldri inflúensu

Sveitarstjóri