Djúpivogur
A A

Við settum hitamet

Við settum hitamet

Við settum hitamet

skrifaði 15.02.2012 - 08:02

Meðfylgjandi frétt er tekin af mbl.is

Hlýtt hefur verið víða á landinu það sem af er febrúar.  Á öðrum tímanum í fyrri nótt fór hitinn í 14,8 stig á Teigarhorni við Berufjörð, sem er nýtt hitamet í febrúar á þessari fornfrægu veðurstöð, að því er Sigurður Þór Guðjónsson skrifar í bloggi sínu (nimbus.blog.is).

Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu 14 daga febrúar er 3,4 stig sem er 3,8 stigum yfir meðallagi þegar horft er til síðustu 60 ára. Meðalhiti á Akureyri sömu daga er 4,0 stig og 6,4 stigum fyrir ofan meðallag þar í bæ.

ÓB