Djúpavogshreppur
A A

Vetrarhátíð 2006

Vetrarhátíð 2006

Vetrarhátíð 2006

skrifaði 20.10.2006 - 00:10

Í dag var haldin vetrarhátíð í leikskólanum enda er fyrsti vetrardagur á morgun.  Hefð er fyrir þessari hátíð en hún var með breyttu sniði í ár vegna þess að nú eru svo mörg lítil börn í leikskólanum að okkur þótti ekki stætt á því að selflytja alla út í Löngubúð.  Hátíðin varð ekki verri fyrir því og skemmtu allir sér konunglega í dag.  Í morgun var salurinn opnaður og færðum við borðin inní hann.  Börnin fengu sér sæti við borðið með kórónurnar sínar en öll börnin máluðu sínar kórónur til að líkjast vetri konungi sem er á næsta leiti.  Þegar allir voru sestir var borin inn í salinn kaka með snjókremi og voru vetrarljós á henni.  Þetta fannst börnunum rosalega flott.  Allir fengu köku og heitt kakó.  Þegar búið var að borða var farið í leiki og dönsuðum við hókí pókí, súpermann og fleiri skemmtilega dansa.  Eftir síðdegishressinguna fengum við svo aftur köku.  Síðan var svokallað föstudagsval en það er alveg sérstakt val sem er eingöngu á föstudögum.  Eftir valið var haldið í salinn og dansað þar til leikskólinn lokaði.

vetrarhátíð okt 0610

vetrarhátíð okt 0616

vetrarhátíð okt 0624

vetrarhátíð okt 061

vetrarhátíð okt 0637

 

Fleiri myndir eru í myndaalbúmi leikskólans, undir október 2006 og þar undir vetrarhátíð