Djúpivogur
A A

Verkefnastyrkir til menningarstarfs á Austurlandi árið 2014

Verkefnastyrkir til menningarstarfs á Austurlandi árið 2014

Verkefnastyrkir til menningarstarfs á Austurlandi árið 2014

skrifaði 20.11.2013 - 08:11

Austurbrú ses. auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi, mennta-og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Austurlandi.

Áherslur Menningarráðs Austurlands fyrir árið 2014 eru:
• Verkefni sem hvetja til samstarfs milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina. Einnig verkefni sem hvetja til samstarfs milli samstarfssvæða Menningarráðs Austurlands sem eru Vesterålen í Noregi og Donegal á Írlandi.
• Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu.
• Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna.
• Verkefni sem miða að því að listnemar og ungir listamenn frá Austurlandi komi í auknum mæli að listsköpun og menningarstarfi í fjórðungnum.
• Undirbúningsstyrkir fyrir stærri samstarfsverkefni til að auðvelda aðilum undirbúning, kanna forsendur og búa til tengslanet. Umsókn þarf að fylgja staðfesting þátttakenda í verkefninu og lýsing á hlutverki hvers og eins þeirra.

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 12. desember 2013 og fer úthlutun fram í upphafi árs 2014.

Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og öllum skilyrðum fylgt, að öðrum kosti verður umsókn hafnað.

Umsóknum skal skilað til menningarsviðs Austurbrúar ses. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. www.austurbru.is. Þar er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Austurlandi í menningarmálum, nýjar úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur.

Styrkþegar frá árinu 2013 verða að hafa skilað inn greinargerð skv. samningi til þess að þeir geti sótt um fyrir árið 2014.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á menning@austurbru.is og hjá Signýju Ormarsdóttur, menningarfulltrúa Austurbrúar, í síma 470-3800, 860-2983.

Umsóknir skal senda í tölvupósti á umsokn@austurbru.is og í átta eintökum í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Austurlands, pósthólf 123, 700 Egilsstaðir.