Djúpivogur
A A

Verk Ríkarðs komið heim

Verk Ríkarðs komið heim
Cittaslow

Verk Ríkarðs komið heim

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 03.08.2018 - 10:08

Ársæll Guðnason kom færandi hendi frá Stöðvarfirði á dögunum með Ríkarðs platta sem var í eigu afa hans, Vilbergs Magnússonar. Vilbergur fékk gripinn í sjötugsafmælisgjöf 1951 frá börnum sínum.

Vilbergur fæddist á Fossárdal 1881, giftist síðan Ragnheiði Þorgrímsdóttur og bjuggu þau um tíma á Fossárdal. Síðar fluttust þau inn að Hvalnesi í Stöðvarfirði þar sem þau ólu sín börn og bjuggu alla tíð. Fjölskyldan var stór enda börnin tíu talsins.

Vilbergur hélt upp á hesta og þekkti ágætlega þá bræður Ríkarð og Eystein. Því lá það vel við að færa honum þennan forláta platta að gjöf sem gerður var af sjálfum Ríkarði Jónssyni.

Plattinn var í miklu uppáhaldi hjá Vilbergi og nú hefur Ársæll fært hann Djúpavogshreppi.

Djúpavogshreppur þakkar fyrir hugulsemina og mun varðveita þessa verðmætu gjöf.