"Verið hress, ekkert stress, bless!"

"Verið hress, ekkert stress, bless!"
skrifaði 29.10.2010 - 09:10Páll J. Líndal, doktorsnemi í umhverfissálfræði, flytur erindi sitt um samspil umhverfis og náttúru og áhrif þess á andlega líðan okkar. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „"Verið hress, ekkert stress, bless!"
Sérstaklega verður tekið fyrir umhverfið í kringum Djúpavog og farið yfir niðurstöður úr spurningakönnun sem lá frammi á helstu ferðamannastöðum í þorpinu sumarið 2010.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Löngubúð, laugardaginn 30. október og hefst kl. 14:00
Djúpavogsbúar eru hvattir til þess að mæta og hlusta á þennan fróðlega fyrirlestur sem svo sannarlega á erindi við alla.
Ferða – og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps