Djúpavogshreppur
A A

Verðum betri - námskeið fyrir alla!

Verðum betri - námskeið fyrir alla!
Cittaslow

Verðum betri - námskeið fyrir alla!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 22.04.2019 - 12:04

Verðum betri ...

... Djúpavogshreppur, glaðasta sveitarfélagið!

Djúpavogshreppur stefnir að því að verða mannbætandi samfélag þar sem íbúar eru í forgrunni og gestir eru velkomnir. Samfélag sem vex á forsendum vinsemdar og samheldni, þar sem gleði ríkir!

Því er öllum íbúum Djúpavogshrepps og gestum þeirra boðið að koma á uppbyggilegt námskeið um hvernig hver og einn eflir styrkleika sína, öðlast innri ró og bætir líf sitt. Frítt inn fyrir alla!

Til að sem flestir sjái sér fært að mæta verður námskeiðið haldið tvisvar sinnum í Íþróttahúsi Djúpavogs þriðjudaginn 23. apríl á eftirfarandi tímum (sama dagskrá í bæði skiptin):

kl. 11:00 – 16:00

  • -fyrirlestrar milli kl. 11:00 – 14:30 (hádegishlé milli kl. 12:00 – 12:30)
  • -vinnustofa milli kl. 14:40 – 16:00

kl. 17:30 – 22:00

  • -fyrirlestrar milli kl. 17:30 – 20:40 (hlé milli kl. 18:30 – 18:40)
  • -vinnustofa milli kl. 20:50 – 22:00

Öllum nemendum skólanna tveggja, leikskóla og grunnskóla, verður boðið upp á þessa fræðslu á þemadögum í næstu viku.

Djúpavogshreppur vonast til þess að sem flestir nýti sér þetta frábæra tækifæri, sér og samfélaginu til heilla.

TGJ sér um skipulagningu námskeiðsins, en fyrirlesarar eru:

Bjartur Guðmundsson - frammistöðuþjálfari og leikari. Eigandi Optimized Performance -https://www.optimized.is/ Bjartur Guðmundsson leikari og árangursþjálfi hefur unnið sem fyrirlesari og ástríðufullur „peppari“ undir yfirskriftinni Optimized Performance síðan í byrjun árs 2016. Markmið hans og ástríða er að vera byr í segl þeirra sem vilja hámarka frammistöðu sína, árangur og ánægju og hafa þannig jákvæð áhrif á heiminn.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir - kennari og markþjálfi með diploma í jákvæðri sálfræði. Eigandi Hlín markþjálfun - https://www.facebook.com/pg/hlinmarkthjalfun/about/?ref=page_internal. Áshildur er menntaður grunnskólakennari, ACC markþjálfi og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hefur lengi starfað í sveitarstjórnum og foreldrafélögum og rekur nú Hlín markþjálfun, sem hefur viðkomu allt frá grunnskólum til stjórnenda fyrirtækja. Hún hefur óþrjótandi áhuga á sjálfsþekkingu og sjálfstrausti og hjálpar fólki að bæði þekkja og nýta sína styrkleika til fulls, öllum til heilla.

Páll Jakob Líndal - dr. í umhverfissálfræði. Eigandi TGJ hönnun - ráðgjöf – rannsóknir – www.tgj.is. Páll er ráðgjafi á sviði skipulagsmála og hefur um árabil haldið utan um skipulagsmál í Djúpavogshreppi, auk þess að stunda rannsóknir við Háskólann í Reykjavík og sinna kennslu í Háskóla Íslands. Páll er einnig fyrirlesari og brennur fyrir að tvinna hönnun, skipulag og mótun umhverfis saman við sálfræði, svo skapa megi heilbrigt og uppbyggilegt umhverfi.

Viðburðinn má einnig finna á facebook!

Sjáumst!