Djúpavogshreppur
A A

Vel sóttur íbúafundur vegna sameiningar

Vel sóttur íbúafundur vegna sameiningar

Vel sóttur íbúafundur vegna sameiningar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 04.04.2019 - 18:04

Íbúafundur um sameiningu Borgarfjarðahrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fór fram á Hótel Framtíð í gær og var mjög vel sóttur.

Að lokinni kynningu á helstu hugmyndum um uppbyggingu stjórnsýslu nýs sveitarfélags, fjármálum og þjónustu einstakra málaflokka tóku íbúar þátt í umræðum. Þar voru dregin fram þau atriði sem fólk er sammála um, ósammála um og mögulegar breytingatillögur. Sóknartækifæri eru greind og farið sérstaklega yfir það sem heimamenn vilja varðveita.

Hægt er að skoða myndir frá íbúafundinum í gær sem Ólafur Björnsson tók með því að smella hér.

Fjórði og síðasti íbúafundurinn þar sem kynntar eru hugmyndir að uppbyggingu Sveitarfélagsins Austurland og kallað eftir sjónarmiðum íbúa, fer fram í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld milli kl. 18:00 og 21:30.

Þeim sem ekki komast á fundinn er bent á að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube rás Fljótsdalshéraðs. Einnig verður upptaka aðgengileg að fundi loknum.

Beina útsendingu frá fundinum verður hægt að nálgast hér

Heimasíða sameiningarverkefnisins má finna hér.