Djúpavogshreppur
A A

Vel heppnuð Hammondhátíð!

Vel heppnuð Hammondhátíð!
Cittaslow

Vel heppnuð Hammondhátíð!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 02.05.2019 - 15:05

Hammondhátíðin árlega er nú nýafstaðin og lukkaðist afar vel. Viðburðir utan dagskrár sjálfrar hátíðarinnar voru gríðarlega fjölbreyttir í ár og allt utanumhald þeirra til algjörrar fyrirmyndar og aðsóknin eftir því.

Djúpavogshreppur ásamt fjölda framleiðenda í sveitarfélaginu færðu tónlistarfólki hátíðarinnar gjafir úr heimabyggð. Vakti þetta sérstaka lukku tónlistarmannanna sem virtust afar hrifnir af handverki og kræsingum úr hreppnum.

Hér má sjá gjafapokann sem framleiðendur á Djúpavogi settu saman í samvinnu við Djúpavogshrepp.

Lay Low og Tómas Jónsson taka við gjafapokanum góða.


Djúpavogshreppur þakkar kærlega fyrir góða Hammondhelgi og frábæra þátttöku bæjarbúa og hlakkar strax til þeirrar næstu!