Djúpivogur
A A

Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi

Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi
Cittaslow

Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi

Ólafur Björnsson skrifaði 18.03.2019 - 16:03

Opinn fundur atvinnu- og menningarmálanefndar um ferðaþjónustu Djúpavogshrepps var haldinn á Hótel Framtíð í gær 17. mars. Fundurinn var annar í röðinni af nokkrum sem nefndin hyggst halda í tengslum við atvinnu- og menningarmál. Greta Mjöll, atvinnu og menningarmálafulltrúi hóf fundinn á að fara yfir helstu stærðir s.s. fjölda gististaða, afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu o.fl. Í því sambandi kom fram að á háannatíma má gera ráð fyrir að um 135 manns starfi tengt ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi.

Fulltrúar fyrirtækjanna Við Voginn, Adventura, Farfugla- og gistiheimilisins Berunesi og Bakkabúðar voru með framsögu og í lokin voru almennar umræður.

Fundurinn var vel sóttur, málefnalegur og jákvæður.

Glærur úr samantekt Gretu Mjallar má nálgast hér.

Myndir af fundinum má sjá hér.

Næsti fundur atvinnu- og menningarmálanefndar er fyrirhugaður 6. apríl en þá verður fjallað um landbúnaðarmál.