Djúpivogur
A A

Vegna fasteignagjalda og annarra gjalda

Vegna fasteignagjalda og annarra gjalda

Vegna fasteignagjalda og annarra gjalda

Ólafur Björnsson skrifaði 30.03.2020 - 14:03

Vakin er athygli á því að eindagar fasteignagjalda sem gjaldfalla í apríl og maí hefur verið seinkað fram til nóvember og desember 2020. Þeim sem það kjósa er því óhætt að fresta greiðslum án þess að eiga á hættu að greiða viðbótarkostnað eða vexti. Jafnframt verður unnið að því að þjónustugjöld sveitarfélagsins verði leiðrétt í samræmi við skerta þjónustu s.s. í leik- og grunnskóla. Þessar aðgerðir eru liður í viðleitni sveitarfélagsins til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki nú þegar efnahagslegra áhrifa Covid-19 er farið að gæta í auknum mæli.

Sveitarstjóri