Djúpivogur
A A

Vefsjá fyrir SO2-handmæla

Vefsjá fyrir SO2-handmæla

Vefsjá fyrir SO2-handmæla

skrifaði 22.10.2014 - 16:10

Nú hefur Veðurstofa Íslands komið upp vefsjá þar sem skráðar eru inn brennisteinsmælingar sem gerðar eru með handmælum sem nýlega var dreift um landið. Einn slíkur er hér á Djúpavogi. Þessir mælar eru eins og nafnið gefur til kynna færanlegir en mælirinn hér er að jafnaði staðsettur inn við áhaldahúsið (Víkurlandi 6).

Umsjónarmenn mælanna færa inn skráningar í þetta nýja form og þær birtast í því um leið. Mælt er á nokkurra klukkutíma fresti og oftar ef þurfa þykir.

Við minnum svo á upplýsingasíðuna sem við settum upp fyrir nokkru á heimasíðunni, en við erum alltaf að setja inn nýjar síður og upplýsingar ef þær berast.

ÓB