Djúpivogur
A A

Vefmyndavélin komin í loftið á ný

Vefmyndavélin komin í loftið á ný

Vefmyndavélin komin í loftið á ný

skrifaði 25.06.2013 - 12:06

Eins og glöggir lesendur heimasíðunnar hafa vafalaust tekið eftir hefur vefmyndavélin verið óvirk síðustu daga. Ástæðan er sú að verið var að tengja ljósnet Símans á Djúpavog.

Vélin er nú komin upp aftur og er nú alveg "lifandi", ekkert hökt og því alveg dásamlega skemmtilegt að skoða hana.

Við efumst ekki um að þetta framfaraskref muni mælast vel fyrir hjá þeim sem skoða vefmyndavélina reglulega.

ÓB