Djúpivogur
A A

Vefmyndavélin í yfirhalningu

Vefmyndavélin í yfirhalningu

Vefmyndavélin í yfirhalningu

skrifaði 07.03.2012 - 15:03

Eins og margir hafa tekið eftir er vefmyndavélin óvirk, eftir að hafa verið í hálfgerðu lamasessi síðustu vikur. Ljóst er að það þarf að taka hana niður og nostra svolítið við hana, til þess að hún nái sama styrk á ný.

Reynt verður að vinna hratt og vel að þessu brýna verkefni.

Vefmyndavélin er vinsæl, sérstaklega meðal brottfluttra og áhorf á hana hefur aukist jafnt og þétt síðan hún var sett upp árið 2008. Síðustu tölur sína að hún er skoðuð að meðaltali 800 sinnum á viku.

ÓB