Vatnslaust á Djúpavogi - Nýjar myndir

Vatnslaust á Djúpavogi - Nýjar myndir
skrifaði 02.07.2010 - 17:07Skriða féll í Búlandsdal í nótt, n.t.t. úr Stóruskriðugili. Þar af leiðir að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og það litla vatn sem er í lögnum og neysluvatnstanki er ekki drykkjarhæft.
Unnið er eftir viðbragðsáætlun Vatnsveitu Djúpavogs.
Frekari upplýsingar er að fá hjá sveitarstjóra Djúpavogshrepps í síma 843-9889.
Undirritaður brá sér inn í Búlandsdal rétt áðan og tók þessar myndir.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands fer þess á leit við bæjarbúa að þeir sjóði neysluvatn.
ÓB
Hér sést greinilega umfang skriðunnar og hvar hún hefur fallið við göngubrúna inn á Búlandsdal.