Djúpivogur
A A

Valdimar, Snorri og Teitur í Havarí

Valdimar, Snorri og Teitur í Havarí

Valdimar, Snorri og Teitur í Havarí

skrifaði 05.10.2016 - 13:10

Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason og Teitur Magnússon þreyta frumraun á samstarfi sín á milli í HAVARÍ á Karlsstöðum laugardagskvöldið 8. október.

Þessa miklu meistara þarf vart að kynna en þeir hafa yljað landsmönnum um eyrun um árabil með sínum frábæru lögum.

Matur verður framborinn á tónleikadag frá kl 18.00 - 20.30: Bulsur, súpa, nýbakað brauð, nýupptekið grænkál og rófur og eitthvað fleira gúmmulaði og auðvitað kaffi og kökur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 3.000 krónur.

Hótel Bláfell og Hótel Framtíð eru með frábær tilboð á gistingu fyrir þá sem koma lengri veg að.

Sjáumst hress á laugardaginn!

Svavar & Berglind