Útskriftarferð 2013

Útskriftarferð 2013
skrifaði 30.05.2013 - 12:05Í gær var farið í útskriftarferð með elstu nemendur leikskólans enda er þetta síðasta skólaárið þeirra í leikskólanum og við tekur grunnskólaganga næsta haust. Þó svo að þau hafi farið í útskriftarferð og séu að útskrifast næstkomandi laugardag þá stendur þeim til boða að vera í leikskólanum fram að sumarleyfi.
Árgangur 2007...tilvonandi grunnskólanemendur
Í ár var útskriftarferðin farin út á sanda þar sem þau léku sér með fötur í sandinum, bjuggu til sandkastala, teiknuðu og skrifuðuð í sandinn. Þau fundu krabba sem skírður var Krabbi Kóngur og var settur efst upp á sandkastalann. Þau borðuðu nesti sem var agalega hressandi.
Sandkastalinn
Borðað nesti
Síðan var farið út í fuglahús og fuglalífið skoða en á leiðinni þangað fundu þau egg. Kíkt var eftir hornsílum og prílað smá á brúnni yfir síkið mikla.
Í fuglahúsinu
Að lokum var auðvitað skrifað í gestabókina. Það voru svo glaðir og ánægðir krakkar sem komu aftur upp í leikskóla eftir velheppnaða útskriftarferð.
ÞS