Djúpavogshreppur
A A

Útimessa í Malvíkurrétt 3. júlí

Útimessa í Malvíkurrétt 3. júlí

Útimessa í Malvíkurrétt 3. júlí

skrifaði 27.06.2016 - 12:06

Útimessa

 

 í Malvíkurrétt í Álftafirði

 Sunnudaginn 3. júlí kl. 15.00

 

Malvíkurrétt er fallegur staður umkringdur klettum sem veita gott skjól og margir líkja við kirkju í náttúrunni. 

  

Sr. Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum þjónar og prédikar og kirkjukór Djúpavogs leiðir sönginn.

 Barn borið til skírnar.

 

Malvíkurrétt er um 45 km. fyrir sunnan Djúpavog.  Þegar komið er að brúnni yfir Selá (skilti) í Álftafirði er beygt til vinstri til móts við bæinn Starmýri.  Nánari leiðsögn verður við veginn og aðgengi gott.  Gott að hafa með teppi til að sitja á og vera í skjólgóðum og hlýjum fötum. 

 

Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Hofskirkju að lokinni athöfn og allir hjartanlega velkomnir.