Djúpavogshreppur
A A

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

skrifaði 14.02.2018 - 13:02

Uppbyggingarsjóður Austurlands úthlutaði þann 12. febrúar sl. rúmum 60 milljónum króna til yfir 80 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, nýsköpunar,- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.

Þrjú verkefni á vegum Djúpavogshrepps hlutu styrki að þessu sinni en það eru verkefnin "Rúllandi snjóbolti/12, 2018 Djúpivogur" sem fékk styrk að upphæð 1.500.000, "Miðstöð Cittaslow á Íslandi" fékk úthlutað styrk að upphæð 1.000.000 og  verkefnið "Tankurinn" fékk styrk að upphæð 600.000. 

Þá voru tvö önnur verkefni tengd staðnum sem einnig fengu styrki en það eru verkefnin "Gammur, griðungur, dreki og bergrisi" - sýning í Ríkarðssafni, Löngubúð þar sem forn skjaldamerki Íslands verða skoðuð og greind og verkefnið "Sósa" .

Athöfnin fór fram í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Athöfninni stýrði bæjarstjóri Fjarðabyggðar Páll Björgvin Guðmundsson. Ávarp fluttu forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Jón Björn Hákonarson, Eiríkur Hilmarsson formaður úthlutunarnefndar og Sigrún Blöndal, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Frekari upplýsingar um athöfnina og lista yfir styrkþega má finna með því að smella hér. 

Djúpavogshreppur þakkar Uppbyggingarsjóði Austurlands kærlega fyrir veittan stuðning og óskar öðrum styrkhöfum innilega til hamingju!

BR