Djúpivogur
A A

Útgáfufagnaður í Tryggvabúð - myndir

Útgáfufagnaður í Tryggvabúð - myndir

Útgáfufagnaður í Tryggvabúð - myndir

skrifaði 12.11.2014 - 07:11

Það var sannarlega skemmtileg stund í Tryggvabúð síðast liðinn laugardag þar sem Hrönn Jónsdóttir stóð fyrir útgáfuteiti og las upp úr nýrri bók sinni "Árdagsblik" sem við hvetjum hér með auðvitað alla til að tryggja sér eintak af. Sveitarstjórinn stýrði dagskrá þar sem ávörp voru m.a. flutt til heiðurs skáldkonunni.

Þá voru einnig tvö glæsileg tónlistaratriði á dagskrá í umsjá heimamanna, flutt af Helgu Björk Arnardóttur og Kristjáni Ingimarssyni, frábær flutningur hjá þeim báðum. Þá voru á boðstólnum veitingar framreiddar af starfsfólki Tryggvabúðar, sem sagt allt eins og best var á kosið. Heimamenn fjölmenntu á þennan ánægjulega menningarviðburð og voru viðtökur allar hinar bestu.

Við óskum Hrönn Jónsdóttur að sjálfsögðu innilega til hamingju með bókina. 

                                                                                                                              Samantekt. AS