Djúpivogur
A A

Útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi

Útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi

Útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi

skrifaði 19.11.2014 - 10:11

Föstudaginn 28. nóvember frá kl 10.00 - 12.00 á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur Austurbrú fyrir málþingi um útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi.

Fjallað verður um kröfur um fjárhagslegt hæfi, kröfur í alþjóðlegu umhverfi s.s. öryggiskröfur/vottanir og notun alþjóðlegra útboðsvefja.

Dagskrá:

Kröfur um fjárhagslegt hæfi
- Sigurður B. Halldórsson, Samtök iðnaðarins
Kröfur í alþjóðlegu umhverfi
- Ólafur Atli Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál
- Sigurður Björnsson, Landsvirkjun
- Sigurður Arnalds, Mannvit
- Magnús Helgason/Ásgeir Ásgeirsson, Launafl

Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Fjarðabyggð.

Skráning á málþingið er til 24. nóvember nk. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á austurbru@austurbru.is eða með því að hringja í síma 470 3800

Allir velkomnir;

Austurbrú