Djúpivogur
A A

Utandagskrá Hammondhátíðar - skipulagsfundur

Utandagskrá Hammondhátíðar - skipulagsfundur
Cittaslow

Utandagskrá Hammondhátíðar - skipulagsfundur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 19.03.2019 - 10:03

Senn líður að fjórtándu Hammondhátíð Djúpavogs með sinni stórglæsilegu dagskrá.

Hér með er kallað til fundar til að skipuleggja utandagskrá Hammondhátíðar (off venue viðburði), þ.e. aðra viðburði en þá sem hátíðarskipuleggjendur standa fyrir. Hátíðin nær auðvitað yfir fjóra daga og að vana er gefin út dagskrá yfir það sem er í gangi allan þann tíma og reynt er að láta sem fæst stangast á.

Bóndavarðan mun koma út í apríl og þar verður utandagskrá hátíðarinnar birt. Stefnt er að því að efni fyrir Bóndavörðuna skilist inn fyrir 25. mars þannig að það liggur á að hefjast handa við skipulagningu.

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur er skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. Það þarf heldur ekki að vera neitt stórt eða flókið en það er alltaf gaman að eitthvað uppbrot sé á svona tímum. Tillögur af viðburðum sem hafa verið og/eða gætu verið eru t.d:

Hammondmatseðlar á veitingastöðum, barnabíó, bröns, gönguferðir, kökubasar, opin hús á sveitabæjum,vöfflukaffi, víðavangshlaup, skotmót, pubquiz, félagsvist, eftirpartý, ljóðakvöld/gjörningakvöld, útivist, íþróttaviðburðir, listasýningar/ljósmyndasýningar, siglingar, veiðiferðir, markaðir. Allt er opið og nýjar hugmyndir velkomnar.

Því fjölbreyttari dagskrá því betra svo flestir get fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fundur til að skipuleggja utandagskrána verður haldinn:

Í Við Voginn þriðjudaginn 19. mars Kl. 17:00

Allir eru velkomnir á fundinn - ungir sem aldnir, fyrirtæki jafnt sem einstaklingar.

Ef einhver kemst ekki á fundinn en vill taka þátt eða er með frábærar hugmyndir sem þarf að koma á framfæri, þá endilega hafið samband við:
Gretu Mjöll atvinnu- og menningarmálafulltrúa, s. 470 8703, gretamjoll@djupivogur.is

Viðburðinn má einnig finna í viðburðardagatali Djúpavogshrepps.