Djúpavogshreppur
A A

Úrslit skuggakosninga í Djúpavogsskóla

Úrslit skuggakosninga í Djúpavogsskóla

Úrslit skuggakosninga í Djúpavogsskóla

Ólafur Björnsson skrifaði 26.10.2019 - 18:10

Skuggakosningar fóru fram miðvikudaginn 16. október í Djúpavogsskóla og voru allir 75 nemendur skólans á kjörskrá.

Í aðdraganda kosninga fengu nemendur fræðslu um lýðræði og mikilvægi þátttöku íbúa í lýðræðislegum athöfnum eins og kosningum. Nemendur fengu líka að vita að hvert atkvæði skiptir máli og að allir hafi rétt á því kjósa eftir eigin sannfæringu.

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps kom og hélt kynningu á þeim hugmyndum sem liggja að baki sameiningu sveitarfélaganna og svaraði krefjandi spurningum nemenda.

Nemendur fengu kynningu á því hvernig kjörseðill lítur út og hvernig á að koma skoðun sinni á framfæri með kjörseðli. Farið var yfir það að auðir seðlar tjá líka skoðun. Einnig var rætt um hvað það er sem gerir kjörseðil ógildan.

Settur var upp kjörklefi inni á bókasafni skólans og það er skemmst frá því að segja að allir komu vel fram þó að eftirvænting lægi í loftinu.

Niðurstöður skuggakosninganna eru eftirfarandi:

70 nemendur af 75 greiddu atkvæði sem þýðir að 93% nemenda tóku þátt í kosningunni.

Þeir sem kjósa með tilögu um sameiningu sveitarfélaganna eru 57%. 29% segja nei, 13% atkvæða voru ógild og 1% skilaði auðu.