Djúpavogshreppur
A A

Úrslit í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista

skrifaði 18.05.2012 - 08:05

Úrslit í spurningakeppni Neista fóru fram miðvikudaginn 16. maí.

Til úrslita kepptu Vísir hf., Djúpavogshreppur, Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Hótel Framtíð.

Vísir og Djúpavogshreppur höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir sigur á sitthvoru undankeppniskvöldinu, Hótel Framtíð tók þátt sem stigahæsta tapliðið og Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum átti sjálfkrafa þátttökurétt sem sigurvegari síðasta árs.

Í fyrstu umferð mættust lið Vísis hf. og Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum þar sem Vísir hafði nauman sigur eftir harða keppni. Í annarri umferð mættust Djúpavogshreppur og Hótel Framtíð. Djúpavogshreppur fór með sigur af hólmi úr þeirri umferð.

Í fyrstu tveimur umferðunum var brugðið á leik þar sem einn keppandi úr hvoru liði, hverju sinni, átti að klæða sig í froskalappir og reyna að vippa af þeim svokallaðri tortillaköku upp á hausinn á sér en á hann var búið að festa plastlok. Keppendur sýndu ótrúleg tilþrif í þessari keppni en sú eina sem náði að klára verkefnið var Snjófríður Kristín Magnúsdóttir úr liði Vísis hf.

Í úrslitum mættust því Vísir og Djúpavogshreppur. Að loknum hraðaspurningum var staðan 16-14, Djúpavogshreppi í vil en áður en að síðustu spurningu kvöldsins kom hafði Vísir hf. jafnað. Ótrúleg þekking Skúla Benediktssonar á Bastilludeginum í Frakklandi tryggði Djúpavogshreppi 2 stig og þar með sigur í keppninni 27-25.

Skemmtilegri keppni lokið og óskum við Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Smellið hér til að sjá myndir frá kvöldinu.

Stjórn UMF Neista