Djúpivogur
A A

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

skrifaði 23.12.2010 - 13:12

Piparkökuhúsasamkeppni hefur staðið yfir síðustu vikurnar og hefur mörgum glæsilegum húsum verið skilað inn. Í dag verða úrslitin ráðin en dómnefnd hefur staðið í ströngu nú síðustu klukkustundirnar við að velja þau þrjú hús sem hreppa efstu sætin.

Úrslitin verða tilkynnt í Samkaup Strax í dag, Þorláksmessu, um kl. 17:00 en þá verður mikið fjör í versluninni, sungnir  jólasöngvar, fluttar frumsamdar jólasögur eftir nemendur Grunnskólans og von er á rauðklæddum sveinum í heimsókn.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag þegar dómnefndin var við störf en nú er um að gera að mæta í Samkaup Strax um kl.17:00 í dag til þess að sjá hver hlýtur verðlaunin fyrir fallegasta húsið.

BR

 

Það þarf að vanda valið

Dómnefndin önnum kafin

Er einhver heima?

Eða er verið að reyna að borða húsið?