Djúpivogur
A A

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

skrifaði 29.12.2011 - 10:12

Á Þorláksmessu voru veitt verðlaun fyrir flottasta piparkökuhúsið í piparkökuhúsasamkeppni Djúpavogs. Að þessu sinni bárust aðeins þrjú hús en þau voru öll mjög flott og það var vandaverk fyrir dómnefndina að velja það flottasta. En að lokum var samþykkt að velja hús Bjarna Tristans sem flottasta húsið. Við þökkum þeim sem tóku þátt, eins Samkaup sem veitti aðstöðu og verðlaun, sem var 5000 kr. gjafabréf.

HRG

 

 

 

Sigurvegarinn Bjarni Tristan ásamt dómnefnd

 

Hús Hugrúnar Malmquist

Hús Auðbjargar á Hvannabrekku