Djúpivogur
A A

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppni

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppni

skrifaði 28.12.2010 - 08:12

Eins og sagt hefur verið frá hér á heimasíðunni voru úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni tilkynnt á Þorláksmessu. Við áttum hins vegar alveg eftir að greina frá því hverjir unnu keppnina og úr því verður bætt hér með.

Það var Þórunn Amanda Þráinsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir glæsilegt hús sitt en m.a. kom fram í umsögn dómnefndar...

Þórunn Amanda við verðlaunahúsið sitt

Í öðru sæti varð fjölskyldan í Borgarlandi 24, Guðmundur H. Gunnlaugsson, Svala B. Hjaltadóttir, Bryndís Þóra og Embla Guðrún en þau gerðu nákvæma eftirmynd af húsi sínu í Borgarlandi. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram ....

Hér má sjá húsið sem varð í 2. sæti

Í þriðja sæti varð hús frá fjölskyldunni í Þórshamri en þar búa Egill Egilsson og Þórdís Sigurðardóttir ásamt börnum sínum. Þau gerðu einnig nákvæma eftirmynd af húsi sínu eins og það kemur til með að líta út eftir fyrirhugaða stækkun sem Egill vinnur nú hörðum höndum að.

 

Þórshamar eins og húsið verður eftir stækkun. Meira að segja mótórhjólið hans Egils er komið í bílskúrinn.