Djúpivogur
A A

Uppskeruhátíð Neista 2011

Uppskeruhátíð Neista 2011

Uppskeruhátíð Neista 2011

skrifaði 09.02.2011 - 20:02

Uppskeruhátíð Neista fór fram í Íþróttahúsinu í gær, 9. febrúar.  Byrjað var á því að fara í ýmsa skemmtilega leiki með Neistakrökkum og voru bæði börn og foreldrar dugleg að taka þátt. Eftir mikið fjör og skemmtilegheit þá var komið að verðlaunaafhendingu. 

Kosið var sundneistinn 2010, mestu framfarir í sundi 2010, fótboltaneistinn 2010 og mestu framfarir í fótbolta 2010.  Voru það þjálfarar sundsins og fótboltans sem sáu um þessar viðurkenningar.   

Sundneistinn 2010 er Kamilla Marín Björgvinsdóttir en hún hefur unnið allar sínar greinar á þeim mótum sem Neisti hefur sent keppendur á.

Mestur framfarir í sundi 2010 er Anný Mist Snjólfsdóttir en hún hefur bætt....

Fótboltaneistinn 2010 er Bergsveinn Ás Hafliðason .

Mestu framfarir í fótbolta 2010 er Ragnar Sigurður Kristjánsson en hann hefur staðið sig mjög vel í vörninni en líka fær hann þessi verðlaun vegna góðrar hegðunar á æfingum

Einnig var kosinn íþróttamaður Neista árið 2010.