Djúpivogur
A A

Upplestur úr jólabókum

Upplestur úr jólabókum

Upplestur úr jólabókum

skrifaði 12.12.2011 - 09:12

Mánudagskvöldið 12. desember Kl. 20:00 ætlum við að eiga saman notalega stund í Löngubúð þar sem lesið verður úr nýútkomnum bókum.  Lesinn verður stuttur kafli úr hverri bók og má sjá listann hér fyrir neðan. 

Drífa Ragnarsdóttir les brot úr bókinni „Ríkisfang: Ekkert“. Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar þessa sönnu sögu.
Eðvald Ragnarsson les úr  bók Öldu Snæbjörnsdóttur frá Þiljuvöllum: „Tröllaspor. Íslenskar tröllasögur II“.
Reynir Arnórsson les úr bókinni „Útkall. Ofviðri í Ljósufjöllum“. Eftir Óttar Sveinsson.
Ásdís Þórðardóttir les úr  skáldverkinu „Konan við 1000° -Herborg María“. Eftir Hallgrím Helgason.

Tilvalið tækifæri til þess að setjast niður í amstri jólanna, hlusta á skemmtilegar sögur og njóta góðra veitinga í Löngubúðinni.

HRG