Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 16.09.2020
13:09
Opnað var fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands 14. september. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021. Lokað verður fyrir umsóknir kl. 23:00 þann 15. október.
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.
Vinnustofur þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verða sem hér segir:
Djúpivogur: 5. október kl. 13:00 – 15:00 í Djúpinu (Sambúð)
Reyðarfjörður: 6. október kl. 16:00 - 18:00 í Austurbrú
Seyðisfjörður: 7. október kl. 13:00 - 15:00 Silfurhöllin (á ensku / in English)
Vopnafjörður: 9. október kl. 13:00 – 15:00 í Kaupvangi
Egilsstaðir: 13. október kl. 15:00 – 17:00 & 17:00-19:00 á Vonarlandi
Vinnustofur hefjast á kynningu á Uppbyggingarsjóði, úthlutunarreglum og vinnulagi við umsóknir. Eftir það veitir ráðgjafi viðtöl vegna einstakra umsókna og verkefnahugmynda.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar. Skráning