Djúpavogshreppur
A A

Uppbyggingarsjóður Austurlands - viðvera verkefnastjóra á Djúpavogi í dag

Uppbyggingarsjóður Austurlands - viðvera verkefnastjóra á Djúpavogi í dag

Uppbyggingarsjóður Austurlands - viðvera verkefnastjóra á Djúpavogi í dag

skrifaði 27.11.2017 - 08:11

Minnum á viðveru verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs í dag í Djúpinu (Sambúð) frá kl. 15:00-18:00. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um í sjóðnum eru hvattir til þess að mæta. 

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Styrkir eru veittir annars vegar til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.

Styrkveitingar miðast við árið 2018, og verður það eina úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 11. desember 2017. Opnað verður fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands á rafrænni upplýsingagátt á heimasíðu Austurbrúar fimmtudaginn 9. nóvember, www.austurbru.is, og þaðan fara umsækjendur í gegnum innskráningu hjá Hagstofu Íslands með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2018, Sóknaráætlun Austurlands og fleira er að finna á þessari heimasíðu en auk þess er hægt að hafa samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470 3800 eða verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs,  Signýju Ormarsdóttur

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Austurlands hefur ákveðið að horfa til verkefna sem tengjast aldarafmæli fullveldis Íslands 2018 og munu þau fá aukastig við mat og samanburð á umsóknum. Boðið verður upp á vinnustofur og viðveru á vegum Austurbrúar þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.

Viðvera verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs, Signýjar Ormarsdóttur verður á eftirfarandi stöðum:

Vopnafjörður 16. nóvember kl. 14:00 – 18:00 í Kaupvangi
Stöðvarfirði 17. nóvember kl. 15:00 – 17:00 í Sköpunarmiðstöðinni
Breiðdalsvík 22. nóvember kl. 15:00 – 18:00 á skrifstofu Breiðdalshrepps
Borgarfjörður eystri 24. nóvember kl. 10:00 – 13:00 á sveitarstjórnarskrifstofunni

Vinnustofur á starfsstöðvum Austurbrúar þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna:

Djúpivogur 27. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Djúpinu (Sambúð)
Neskaupstað 28. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Kreml
Seyðisfjörður 29. nóvember kl. 15:00 – 18:00 í Silfurhöllinni
Egilsstaðir 1. desember kl. 15:00 – 18:00 á Vonarlandi

ATH. Kynning á umsóknarferlinu verður frá kl. 15:00 – 16:00 í Djúpinu og aðstoðað verður með umsóknir eftir það.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar og viðveru fyrirfram með því að senda póst á signy@austurbru.is a.m.k. tveim dögum fyrir skráða dagsetningu.