Djúpivogur
A A

Uppbyggingarsjóður Austurlands - Vinnustofa á morgun í Sambúð

Uppbyggingarsjóður Austurlands - Vinnustofa á morgun í Sambúð

Uppbyggingarsjóður Austurlands - Vinnustofa á morgun í Sambúð

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 19.11.2018 - 16:11

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi þann 30. nóvember 2018.

Áhersla Uppbyggingarsjóðs Austurlands fyrir árið 2019 er matur og matarmenning.

Vinnustofa verður á Djúpavogi á morgun 20. nóvember. kl. 13:00 – 15:00 í Djúpinu (Sambúð). Þar verður hægt að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar og viðveru fyrirfram með því að senda póst á tinna@austurbru.is. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel úthlutunarreglur og Sóknaráætlun Austurlands auk þess sem matsblað vegna mats á umsóknum er aðgengilegt hér.

Þá er hægt að skoða leiðbeiningar við gerð umsókna á hér.

Frekari upplýsingar veita Signý Ormarsdóttir og Tinna Halldórsdóttir.