Djúpivogur
A A

Ungbarnasund á Djúpavogi

Ungbarnasund á Djúpavogi

Ungbarnasund á Djúpavogi

skrifaði 15.09.2011 - 13:09

Fyrirhugað er að halda ungbarna- og barnasundnámskeið á Djúpavogi helgarnar 23.-25. september 2011, og 21.-23. október 2011.

Síðasti skráningardagur er föstud. 16. september 2011.

Ungbarnasund gengur ekki aðeins út á það að setja barnið í kaf heldur er það stór öryggisþáttur t.d ef barn dettur í vatn  þá veit það að loftið er upp og bakki til baka.
Barnasund er gott til að venja börnin við að umgangast vatnið af öryggi.

NJÓTTU VATNSINS ÁN ÓTTA MEÐ ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Kennt er laugardaga og sunnudaga.  
Ungabörn 2-12 mánaða.  
Barnasund 1-3 ára, og 4-6 ára, athugið foreldrar eru með ofan í laug í öllum hópum.

Námskeiðið er 8. skipti og kostar 15.000.
Sistkynaafsláttur 20%
Upplýsingar og skráning hjá
Sóleyju Einars. Íþrótta og ungbarnasundkennara  í síma 898-1496
www.sundskoli.is

Og ef þið hafið áhuga á gistingu á Djúpavogi þá hafið samband við Heiðu í síma 861-8470.