Djúpivogur
A A

Undirbúningur fyrir Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur

Undirbúningur fyrir Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur

Undirbúningur fyrir Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur

skrifaði 09.07.2014 - 09:07

Undirritaður leit við inni í bræðslu í gær en um helgina fer fram opnun myndlistarsýningarinnar Rúllandi sjóboltinn 5, Djúpivogur. Síðustu vikur hefur því verið unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningarsal í bræðslunni og hafa þeir Þór Vigfússon og Unnþór Snæbjörnsson farið fyrir því verki. 

Nú þegar sýningarsalurinn er að mestu klár geta menn hafist handa við að koma upp þeim verkum sem verða á sýningunni, en verk 33 listamanna frá Kína, Evrópu og Íslandi verða til sýnis. Sýningin er skipulögð af Chinese European Arts Center (CEAC). Sigurður Guðmundsson og kona hans Ineke Guðmundsson, framkvæmdarstjóri CEAC hafa veg og vanda að þessari sýningu og voru þau í óða önn að taka upp þau listaverk sem eru komin á staðinn ásamt þeim May Lee, forstjóra CEAC og Annelie Musters, deildarstjóra CEAC í Amsterdam.

Sýningin verður opnuð með pompi og prakt þann 12. júlí næstkomandi.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru í gær.

Hér má svo hlusta á viðtal sem tekið var við Sigurð Guðmundsson vegna sýningarinnar í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

ÓB

 


Séð inn í sýningarsalinn