Djúpavogshreppur
A A

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

skrifaði 18.10.2017 - 11:10

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða gilda nýlega breytt lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 og ný reglugerð nr. 782/2017 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér efni þeirra.


 

Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum sem: 

a) Stuðla að náttúruvernd.
b) Auka öryggi ferðamanna.
c) Bæta úr skorti á nauðsynlegum innviðum.
d) Framkvæmdum sem búa til nýja ferðamannasegla/staði á „köldum“ svæðum eða árstímum.
e) Undirbúning og hönnun fyrir ofangreint.

Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila

Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir" og síðan Umsókn um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir liðnum Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2017. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Allar nánari upplýsingar má finna hér á upplýsingasíðu um sjóðinn.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða með tölvupósti á netfangið framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is.

ÓB