Djúpivogur
A A

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

skrifaði 14.01.2011 - 13:01

VS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

 

 

 

Flokkar umsókna:
Rannsókna- og þróunarverkefni - Átaksverkefni

    * Styrkir til að vinna að vöruþróun og nýsköpun
    * Styrkir til að flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki
    * Styrkir til að ráða mastersnema eða doktorsnema

Smáverkefni - forverkefni

Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð   ---   NÝR FLOKKUR UMSÓKNA

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Umsækjendur eru hvattir til að leita eftir samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og/eða stofnana og háskóla.

AVS rannsóknasjóður gerir kröfu um að séð sé fyrir endann á fjármögnun verkefnisins sem sótt er um styrk til.

Á árinu 2011 leggur AVS sjóðurinn áfram áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg.

Umsækjendur velja sjálfir þann faghóp sem þeir telja að henti best til að meta umsóknina, en faghópar AVS eru í fiskeldi, líftækni, markaði og veiðum & vinnslu. Sjá nánar.

Leiðbeiningar 2011

Eyðublað 2011 fyrir rannsóknaverkefni (átaksverkefni) og smáverkefni (forverkefni)

Eyðublað 2011 fyrir nýjan flokk verkefna "Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð"

Veittir eru styrkir til eins árs í senn en verkefnin geta verið til mismunandi langs tíma eða frá einu ári upp í þrjú, en senda skal inn framhaldsumsókn / framvinduskýrslu á hverju ári fyrir verkefni sem spanna meira en eitt ár.

Samstarf AVS og Tækniþróunarsjóðs

Hægt er að sækja um styrk vegna sama verkefnis til AVS og Tækniþróunarsjóðs. Sjá nánar í leiðbeiningum 2011 á bls.7.

Það skal tekið fram að Matís á Hornafirði getur aðstoðað umsækjendur við gerð umsókna og skulu áhugasamir hafa samband við starfsmann Matís, Vigfús Ásbjörnsson á netfangið vigfus@matis.is

BR