Djúpivogur
A A

Umræðu- og kynnningarfundir um menningararf á Austurlandi

Umræðu- og kynnningarfundir um menningararf á Austurlandi

Umræðu- og kynnningarfundir um menningararf á Austurlandi

skrifaði 24.11.2015 - 13:11

26. - 28. nóvember verða haldnir þrír umræðu- og kynningarfundir á Austurlandi um óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir).

 

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins en markmiðið með því er að

  • koma af stað umræðu um menningarerfðir
  • fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda
  • leita eftir upplýsingum um félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða
  • kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

 

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

 

Fundatímar:

Vopnafjörður - Sambúð salur eldri borgara, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 16:15 (fésbókarviðburður)

Reyðarfjörður - Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1, föstudaginn 27. nóvember kl. 16:00 (fésbókarviðburður)

Egilsstaðir - Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, laugardaginn 28. nóvember kl. 13:00 (fésbókarviðburður)

 

Fundastjóri: Dr. Guðrún Ingimundardóttir