Djúpivogur
A A

Ummi gefur út nýtt lag

Ummi gefur út nýtt lag

Ummi gefur út nýtt lag

skrifaði 20.03.2012 - 14:03

Unnsteinn Guðjónsson í Úthlíð gefur í dag út nýja smáskífu, Bergmálið, af væntanlegri plötu hans, sem kemur út síðar á þessu ári. Verður það önnur sólóplata Umma en árið 2010 gaf hann út sína fyrstu plötu sem bara nafnið Ummi.

Hægt er að hlusta á smáskífuna á netinu á vefsíðunum www.ummig.com og www.gogoyogo.com.

Við hvetjum alla til að leggja við hlustir og óskum Unnsteini til hamingju með nýja lagið.

ÓB
Mynd: Visir.is