Djúpivogur
A A

Umgengni á almenningsklósettum

Umgengni á almenningsklósettum

Umgengni á almenningsklósettum

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 26.11.2020 - 09:11

Undanfarið hefur verið mjög slæm umgengni á almenningsklósettunum í Faktorshúsinu.

Sprautað er sápu yfir alla veggi, pappír tættur og útum öll gólf. Troðið hefur verið matvælum í yfirfallsgötin á vöskunum og mulin matvæli í peningakassann. Gengið er ofan á öllu sem hægt er að ganga á og sporað út.

Svona sóðaskapur og skemmdarfýsn er til háborinnar skammar og bið ég foreldra að ræða alvarlega við börnin sín um umgengni og framkomu hluta í eigu sveitarfélagsins.


Sigurbjörn Heiðdal

Forstöðumaður Þjónustmiðstöðvar Djúpavogi