U.M.F. Neisti auglýsir eftir þjálfara

U.M.F. Neisti auglýsir eftir þjálfara
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 12.07.2018 - 08:07Starf þjálfara Neista
Ungmennafélagið Neisti óskar eftir starfsmanni í stöðu þjálfara fyrir starfsárið 2018-2019.
Um Starfið:
Um er að ræða 55% hlutastarf þar sem viðkomandi mun annast alla þjálfun á vegum Neista. Greinarnar sem um ræðir eru: Frjálsar íþróttir, fótbolti og sund. Einnig mun þjálfari fylgja iðkendum Neista á valin keppnismót og sjá um utanumhald á keppnisdögum sem fram fara á Djúpavogi.
Hæfniskröfur:
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af skipulagðri íþróttastarfsemi sem iðkandi eða stjórnandi.
- Góð samskiptahæfni nauðsynleg.
- Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í stjórnun og skipulagi.
- Umsækjandi þarf að geta hafið störf í síðari hluta ágústmánaðar.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Óðinn í síma 820-0371 eða senda tölvupóst neisti@djupivogur.is