Djúpivogur
A A

Troll design - Tröllkonur í Djúpavogshreppi

Troll design - Tröllkonur í Djúpavogshreppi

Troll design - Tröllkonur í Djúpavogshreppi

skrifaði 30.04.2012 - 15:04

Okkur barst skemmtilegt bréf frá Djúpavogsbúanum Regínu Fanný Guðmundsdóttur:

Mig langar til að vakin verði athygli á heimasíðu Djúpavogshrepps á facebook síðu sem ég hef sett á laggirnar um tröllkonur í Djúpavogshreppi.  Ég hef fengið mjög góð viðbrögð bæði frá núverandi íbúum og áður búandi fólki í hreppnum. Síðan er “like” síða sem ber nafnið "Troll design – Regína Fanný" (smellið á nafnið til að fara á síðuna).

Á síðunni eru gerð skil á 6 nafngreindum tröllkonum í hreppnum samkvæmt heimildum. Kort er af hreppnum þar sem merkt er inn búseta hverrar konu.  Síðan eru myndaalbúm sem eru tileinkaðara hverri og einni ásamt glósum um hverja og eina konu þar sem tekið er saman í stuttum texta það sem ég fann í heimildasöfnun um þær.  Álfum og álfabústöðum í hreppnum verður svo vonandi gerð skil seinna í framhaldi af þessu.
 
Kveðja, Regína Fanný Guðmundsdóttir

ÓB