Djúpavogshreppur
A A

Tónlistarveisla framundan í Löngubúð

Tónlistarveisla framundan í Löngubúð

Tónlistarveisla framundan í Löngubúð

skrifaði 29.06.2016 - 11:06

Í júlí verður sannkölluð tónlistarveisla í Löngubúð – ekki láta þetta framhjá þér fara.

 

Laugardaginn 2. Júlí kl. 17:00

Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur tekur með sér hinn frábæra bassaleikara Colescott alla leið frá Portland, Oregon.   Trylltur jazz/blús.

 

Þriðjudaginn 5. Júlí kl. 20:00

Eva Ingólfsdóttir fiðuleikari flytur verk sitt DJÚPIVOGUR sem er samsett af fiðlu, gítar og videóverki.  Verkið samdi Eva í heimsókn sinni á Djúpavogi síðasta sumar.

 

Þriðjudaginn 26. Júlí kl. 20:00

Hljómsveitin Jackie Ferguson er tríó sem er starfrækt í Köln í Þýskalandi. Tríóið samanstendur af Inga Unnsteinssyni á bassa, Leo Engels á gítar og Jan Philipp á trommur.