Djúpavogshreppur
A A

Tónlistarkennara vantar við Tónskóla Djúpavogs

Tónlistarkennara vantar við Tónskóla Djúpavogs

Tónlistarkennara vantar við Tónskóla Djúpavogs

Ólafur Björnsson skrifaði 31.03.2020 - 12:03

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónskóli og fyrir skólaárið 2020-2021 vantar okkur tólistarkennara í tón- og grunnskóla í 100% starf.

Djúpavogskirkja auglýsir samhliða eftir organista við kirkjuna en starfshlutfallið þar er 25%

Um frábært tækifæri er að ræða t.d. fyrir tvo tónlistarkennara og eru möguleikar á 100% starfshlutfalli fyrir báða aðila, t.d. með því að kenna í grunnskólanum, eða bjóða uppá tónlistarnám fyrir einstaklinga, kóra eða hvað sem er.

Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga.

Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. Mikil hefð er fyrir frábæru tónlistarstarfi í sveitarfélaginu og margir aðilar hér sem sinna tónlistariðkun og því fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríkt fólk.

Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Signý Óskarsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 698-9772.

Prestur Sr. Alfreð Örn Finnsson veitir nánari upplýsingar á alfred.orn.finnsson@kirkjan.is eða í síma 891-6138.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 30. apríl 2020.