Djúpivogur
A A

Tónleikar með 83 manna kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Tónleikar með 83 manna kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Tónleikar með 83 manna kór Menntaskólans við Hamrahlíð

skrifaði 12.04.2015 - 10:04

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Djúpavogskirkju sunnudagskvöldið 12. apríl, kl. 20:00.

Kórinn er skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 til 20 ára og meðal kórfélaga eru margir hljóðfæraleikarar.

Mjög gaman er að fá í heimsókn kór af þessari stærðargráðu sem hefur getið sér gott orð til fjölda ára. Ekki nóg með að kórinn sé meðal fremstu kóra á landinu heldur er stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, orðin goðsögn í lifanda lífi. 

Efnisskráin sem flutt verður samanstendur af íslenskum og erlendum tónverkum.

Aðgangur ókeypis.