Tónleikar í Djúpavogskirkju

Tónleikar í Djúpavogskirkju
skrifaði 11.07.2011 - 09:07Þriðjudagskvöldið 12. júlí kl. 20:30 ætla Rannveig Káradóttir, sópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari að halda tónleika í Djúpavogskirkju en yfirskrift tónleikanna er "Náttúran, íslensk sönglög".
Þessir tónleikar eru góð kynning á íslenskri tónlist, ljóðum og náttúru og tilvalin afþreying fyrir alla.
Allir velkomnir,
Birna Hallgrímsdóttir og Rannveig Káradóttir
BR