Djúpivogur
A A

Todmobile, Skonrokk og Raggi Bjarna á Hammondhátíð

Todmobile, Skonrokk og Raggi Bjarna á Hammondhátíð

Todmobile, Skonrokk og Raggi Bjarna á Hammondhátíð

skrifaði 05.02.2014 - 11:02

Þá er Hammondhátíð Djúpavogs búin að gefa það út hverja búið er að staðfesta á hátíðina í ár, sem fer fram 24.-27. apríl.

Búið var að gefa út áður að boðið yrði upp á Skonrokk á föstudeginum. Á laugardeginum mun hin goðsagnakennda hljómsveit Todmobile stíga á svið og á lokatónleikum hátíðarinnar, á sunnudegi í Djúpavogskirkju, verður enginn annar en Ragnar Bjarnason, sem fagnar 80 ára afmæli á árinu. Með honum verða Hammondleikarinn Jón Ólafsson og bassaleikarinn Róbert Þórhallsson.

Hammondhátíð útilokar ekki að fleiri atriði kunni að bætast við ofantalda tónleika.

Fimmtudagurinn verður auglýstur síðar. Þá verður hljómsveit Tónlistarskóla FÍH einnig kynnt til leiks þegar nær dregur en frábær frammistaða Gaukshreiðursins, fulltrúa FÍH í fyrra, er mörgum í fersku minni.

Miðasala hefst laugardaginn 15. febrúar á midi.is

Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

ÓB