Djúpavogshreppur
A A

Tjaldsvæðið stækkað

Tjaldsvæðið stækkað

Tjaldsvæðið stækkað

skrifaði 22.06.2006 - 00:06

Nú hefur tjaldsvæði Djúpavogs verið stækkað til muna og er nú öll aðstaða þar orðin til mikillar fyrirmyndar. Er það von okkar hjá sveitarfélaginu að þessi bætta aðstaða muni skila sér í enn fleiri ferðamönnum til Djúpavogs á næstu misserum.  Með bættri aðstöðu sem þessari eru einnig auknar líkur á því að ferðamenn stoppi lengur, sem að er einnig mjög jákvætt fyrir byggðarlagið og þá þjónustu sem hér er rekin.  Í gær var lokið við þökulagningu á svæðinu en það verk tóku að sér röskir drengir frá knattspyrnudeild Neista. Þá og komu fleiri áhugasamir aðilar og hjálpuðu til við að leggja grasið.  S.G. vélar hafa séð um jarðvinnu á svæðinu en þar hafa þeir Stefán Gunnarsson og Guðmundur Hjálmar enn einu sinni sýnt snilld sína í verki. Þá og hafa þeir Austverksmenn einnig komið að vinnu við verkið með því að smíða skúr undir rafmangstöflu og fl.  Kári rafvirki hefur svo verið að vinna við að leggja rafmagn í tenglastaurana.   Svæðið verður væntanlega tilbúið til notkunar strax í næstu viku.