Djúpivogur
A A

Tískusýning á Humarhátíð

Tískusýning á Humarhátíð

Tískusýning á Humarhátíð

skrifaði 22.06.2012 - 08:06

Í þessari viku hefur farið fram Tísku Smiðja á Hornafirði undir leiðsögn Ágústu í Arfleifð hér á Djúpavogi og Ragnheiðar í Millibör á Hornafirði (tengdadóttir Ásdísar og Sigga) 

Smiðjan var hugsuð til að gefa ungu fólki smá innsýn í tískuheiminn og öllu sem honum tengist. 4 ungar stúlkur frá Djúpavogi hafa sótt Smiðjuna alla vikuna og verður afraksturinn kynntur á risastórri tískusýningu sem hefst kl. 20:00 í kvöld (föstudag) í stóra sal Kartöfluhússins (við hliðina á vinnustofu Millibara og á móti sláturhúsinu).

Stúlkurnar Anný Mist, Bryndís Þóra, Embla og Þórunn í samvinnu við 14 Hornfirskar stúlkur undir leiðsögn fatahönnuða, hárgreiðslu- og förðunar kvenna, viðburðarstjórnenda, leikmyndahönnuðar, leikara, ljósmyndara og fleiri, munu því eiga þátt í uppsetningu, hár, förðun og fötum sem og sviðinu, lýsingu, tónlist og fleiru. Sýningin er samsýning 7 íslenskra hönnuða;

Arfleifð
Millibör
Gammur
Volcano
Krista
Sign

og handverkskvenna innan handverkssambandsins Handraðinn. 

Einnig verða stúlkur frá Djúpavogi í hópi fyrirsætanna og því vel þess virði fyrir Djúpavogsbúa að bruna yfir á Humarhátíð og sjá þessar dýrðir.

ÓB